laugardagur, júní 26, 2004

Að halda í dauða hluti

Hvað er þetta með hlutina manns? Ég var hjá ömmu minni í dag til að fara í gegnum hillur það sem ég var ekki enn búin að tæma almennilega síðan ég flutti að heiman. Svo ég fór gegnum þetta og sá að þetta var meira og minna dót sem mátti henda beint í ruslið, gamalt skóladót og ónýtt drasl. Ég held að þegar maður er krakki og unglingur á maður til að safna að sér alls konar drasli (sem maður er ekki búin að fatta að er drasl) kannski vegna þess að maður á ekki neitt (foreldrarnir eiga allt sem maður á) og finnst maður með þessu móti eiga eitthvað og þ.a.l. vera svolítið sják-lfstæður og fullorðinn. Ég fékk mikið af gjöfum þegar ég var barn og svo eru það öll afmælin og útskriftirnar svo ég tali nú um giftinguna og öll þau tilefni sem manni er gefið eitthvað; þannig að ég á annsi mikið af dóti. Svo ég víki nú aftur að henni ömmu þá var þarna dót sem ég vildi ekki taka með mér og sumt sem ég vissi ekki einusinni hvað var en hún gat ekki hugsað sér að henda því - ég hafi nú átt þetta einusinni og það minnti hana á e-ð. – ég hef verið og er enn að gera rassíu í dótinu mínu og ég fer reglulega í gegnum geymsluna og tíni út dót sem ég hendi eða gef eða e-ð en það sem situr eftir það bara situr eftir og svo þegar ég fer næst í gegnum geymsluna þá rekst ég á e-ð sem ég var búin að gleyma og segi: æ þetta!!! - svo set ég það aftur ofaní kassa og sé það aftur næst þegar ég tek til í geymslunni minni. Ég er mikið að hugsa um þetta og nú ætla ég að láta verða af því að losa mig við allt þetta dót sem ég á - jafnvel það sem ég bara get ekki losað mig við. Ég á bara eftir að ákveða hvernig.....

Þak yfir höfuðið!

Jæja - þá erum við komin með þak yfir höfuðið á Ítalíu og nú verður ekki aftur snúið eða skipt meira um áfangastað! Við lendum í Róm og gistum þar eina nótt en morguninn eftir náum við í bílaleigubíl og keyrum í átt að bæ sem heitir La Spezia og munum við gista hér: http://www.anissea.com/foto_2_eng.html - hjá indælu fólki sem heitir Antonio og Valeria (minnir mig) - sonurinn heitir Francesco! Gæti ekki verið ítalskara!!! Veiii. Tilhlökkunin er svonna farin að segja til sín enda hafa hjónakorn sem um ræðir ekki farið frí tvö saman síðan.... tjah bara síðan við vorum ný búin að kynnast - sumarið ´98! Strumpagullið verður hjá ömmu sinni í Hafnarfirði og sá útlenski verður hjá föðursysturinni. Svo við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur! Eftir 10 daga dvöl á ítalíu verður stoppað í London í tvo daga. Þannig er nú það!

þriðjudagur, júní 15, 2004

out with the bad?

Hvernig losar maður sig við óþægindi í lífinu? Spakur maður sagði mér eitt sinn að ef manneskja hefur vond áhrif á mann - tekur t.d. af manni alla orku - en hann sagði sem sagt að maður ætti þá bara að losa sig við þannig fólk, þá er ég nú ekki að meina að fara út í að drepa það en kannski bara að hætta öllum samskiptum við það eða hvernig sem maður vill tilhaga því. Ég er nefnilega með fólk í kringum mig sem lifir svo miklu rugl lífi og sér ekki framtíðina öðruvísi en hálf ömurlega og hagar sér þ.a.l. líka ömurlega. Mér finnst ég sjá leið út úr þessu fyrir þau en það er ekki með neinu móti sem ég get komið því til skila og þess vegna líður mér frekar ömurlega þegar ég heyri enn eina söguna af ömurlegheitum þeirra. Ég nenni ekki að hafa svona bögg í kringum mig - hvað get ég gert?

Samgleði

Öfundsýki. Það er ekki góð tilfinning. Mæli ekki með henni. En stundum samgleðst maður - og ef það er gert af heilum hug þá er það góð tilfinning. Það er mikið að gerast í krinum litla gullfiskinn, mig, hjá fólki sem mér þykir vænt um og það veitir mér smá orku og mikla gleði. Til dæmis má nefna litla hægnammiborðarann tó sem fyrir utan það að syngja eins og engill var að vinna mikinn sigur í lögfræðikeppni!!! hægnammiborðari - ég er mjög stolt í hjartanu mínu! Svo eru það fyrrum gallerísamrekendur og góðar vinkonur sem eru að gera góða hluti og fæ ég alltaf auka boost þegar ég hitti þær! ísjakinn minn vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum og það gleður mig reglulega :* hann fær koss fyrir það. Svo má nottla ekki gleyma strumpnum sem veitir mér gleði og innblástur með því einu að vera til! og það að hann sé snillingur sem bræðir alla í kringum sig og vill helst fara heim með matargestunum og tilvonandi barnapíum er bara bónus :D - Toodles and have a lovely day!

fimmtudagur, júní 10, 2004

Í hlíðum eldfjallsins

jæja - ítalía nálgast! ég finn alveg lyktina af heita loftinu og hvernig saltið í heitum sjónum þurrlar upp húðina mína... geggjað! Við erum reyndar ekki að fara til Sikileyjar heldur ætlum við að halda okkur við upprunalegt plan, sem er þó ekki af verri endanum, en við erum að fara til Salerno og erum búin (að öllum líkindum - krossa fingur) fá leigt lítið sumarhús uppi í sveit í fjallshlíðum Vesuviusar hins ógúrlega og virka eldfjalls! Vonum bara að það gjósi ekki á meðan við erum þarna :) Sendi mynd von bráðar ef það verður úr þessu. Það eru þau Benedetto og Elisabetta sem eiga þetta hús og hef ég nú fengið nafnið Giovanna til að auðvelda samskiptin við ítalina :) meira seinna - Giovanna

miðvikudagur, júní 09, 2004

Hangsi hangsi hangsi...

Það er svo gaman að sitja bara og drepa tímann. Sérstaklega þegar maður er að bíða eftir tillitslausum viðskiptavinum sem er alveg sama um hvort maður eigi líf eður ei! Vitiði að stundum þá langar mig að segja þessu fólki að drullast með viðskipti sín einhvert annað - mér finnst eins og hinn almenni kúnni beri enga virðingu fyrir grafískum hönnuðum: „þetta tekur bara 10 mínútur í tölvunni...“!!!!!!! Ég meina, hvar setur maður eiginlega takmörkin? Ég veit það ekki sjálf... ég er að reyna að setja mér mín takmörk svona hægt og rólega... jæja - nóg af svona röfli. LETS PARTY!!! Ég ætla niðrí bæ að detta íða í góða veðrinu... þ.e.a.s. ef ég kemst nokkurntíma héðan!

mánudagur, júní 07, 2004

Gallabuxur í pjöllu

from one girl to another: hvernig er það - er hægt að fá flottar gallabuxur sem eru ekki endalaust að troða sér inn fyrir svæði litlu vinkonunnar? ég bara spyr. Það er nefnilega ekkert sérlega smekklegt þegar maður er endalaust að tosa þessar elskur út úr elskunni á sér....

Naggrís + páfagaukur = ?

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að láta dýring mín eignast saman börn - hélt kannski að það væri vesen þar sem annað dýranna er naggrís og hitt er páfagaukur... svo rakst ég á þessar skemmtilegu myndir og hugsaði: þetta er þá kannski alveg hægt... http://www.olympictrans.ru/fun/img/uglyZoo/

sunnudagur, júní 06, 2004

Furðulegur drykkur...

Ég geymdi einu úr bæjarferð dagsins - fyrir utan það að eiga 26 ára skírnarafmæli þá fórum við og fengum okkur kaffi á SegaFredo á Lækjartorgi (Þakka ykkkur fyrir að koma með líf inn á blessað torgið - maður tekur varla eftir fyrribyttunum fyrir "venjulegu" fólki) og ákvað að fá mér drykk sem heitir... æ ég man það ekki en það er allavega einfaldur espresso með einföldum líkjör (kallið mig bara fyllibyttu) en ég valdi mér Ciontreau og mamma mía!!! Þegar ég bar málið upp að vörum mér þá herpstust varirnar á mér saman líkt og þegar ég verð mjög stressuð (það er mjög fyndið) og ég féll næstum því í yfirlið! Ég held mig bara við áfengislaust kaffi í framtíðinni...

Innri harmónía...

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það er að ná innri harmóníu eins og gerist til dæmis í jóga eða með hugleiðslu og svona. Ég stundaði jóga á meðan ég var með strumpinn í maganum og ég get ekki sagt að ég hafi nokkurn tíma náð innri harmóníu hvað þá séð ljósið sem maður er alltaf að reyna að sjá - ég á svo svakalega erfitt með að einbeita mér nefnilega - allavega, ég fór í jóga í gærmorgun með Selspikinu (ég er með meira samt) og ég var alveg mjög ligeglad með þetta allt saman - ætlaði bara að mæta mér til hressingar og hreyfingar þar sem hreyfingu er mjög ábótavant í mínu lífi þessa stundina. Við byrjum á því að hverfa inn á við og anda - og ég er bara í makindum mínum að anda eins og ég átti að vera að gera - breiða faðminn út og loka honum svo aftur þegar ég sá hvernig ég dreifði ljósgeislunum út í hvert sinn sem ég breiddi út faðminn og hvernig ég safnaði ljósinu saman aftur þegar ég lokaði faðminum... þetta var magnað - einbeitingin eitthvað að aukast kannski? Svo í lok tímans leggjumst við niður í slökun og um leið og ég loka augunum og er að koma mér fyrir sé ég fyrir mér skóg - og ég finn hvernig ég ligg í nýföllnu laufi og finn sólargeislana snerta andlit mitt á milli þess sem laufin skyggja á það í golunni. Og það sem toppaði stundina var þegar jógakennarinn spreyjaði Lavender blönduðu vatni yfir andlitin á okkur. Pure heaven. Lifi lengi á þessu.

Kaffi / te?

Ég hef alla tíð talið mig vera mikinn kaffista - drekk eingöngu espressó og hef sokkið svo djúpt að drekka stundum 5-10 bolla á dag!!! Já þetta er rosalegt enda betri helmingurinn kaffisjúklingur með sæivaxandi einkenni... allavega, af einhverjum ástæðum þá hef ég haft minni lyst á kaffi undanfarið - og svo datt ég inn á svolítið skemmtilegan stað í dag - Feng Shui Húsið (á Frakkastíg í bakhúsinu fyrir aftan gömlu EVU) en það er tehús sem selur te og Feng Shui vörur! Skemmtileg pæling þrátt fyrir afar slæmt Feng Shui inni á sjálfum staðnum - fannst mér allavega - ég fékk afbragðs te þar inni en þetta var einum of ekki nógu vel hannað fyrir minn smekk! Við getum kannski gert betur tótalíus - o já þokkalega!!! En te er gott... hvað finnst ykkur...

Hið ljúfa líf!

Já í dag var Mallorca veður á Fróni. Það var sko drifið sig (á góðri íslensku) niður í bæ á stuttermabol og ekkert farið í yfirhöfn allan tímann. Strumpurinn svaf alla leiðina í kerrunni sem gaf okkur hjúunum tíma til að spjalla um nýjustu framtíðarplönin. Já ég segi nýjustu því þau eiga það til að breytast dálítið ört. Fyrsta stoppið var í skífunni þar sem við heilsuðum upp á góða vinkonu, The Punskter. Næst var komið við á Vegamótum þar sem við skófluðum í okkur beyglu og bjór með hraði vegna óþolinmæði strumpsins. Svo löbbuðum við niðrá höfn með Strumpinn í bandi ( mæli með því ) þar sem við sáum meðal annars mann hoppa ofan í sjóinn til að klifra upp aftur og hoppa svo ofaní aftur!!! Skemmtileg vinna það! Svo var bara rölt á Ingólfstorg þar sem dansinn dunaði við mikla ánægju strumpsins en hann dansaði frá sér allt vit! Það er svo gott þegar dagurinn snýst bara um að njóta hans og hugsa um ekkert nema líðandi stund - vildi bara að það væri alltaf svoleiðis. Það er á svona sólardögum sem mig langar að pakka saman og flytja Ítalíu, Spánar eða Frakklands í rólegan sveitabæ - í nágrenni við vínekru og ólífulundi. Það er aldrei að vita nema við látum verða af því bara..... jæja - það er enn of mikil sól í mér að ég nenni að skrifa svo ég læt Þetta bara nægja. Gljáinn

fimmtudagur, júní 03, 2004

ítalía

Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvert á Ítalíu og svarið kom í dag... Sikiley hér komum við!!!! Whatch out mafia dudes! The vikings are on their way! Já við ræddum aðeins við hann Claudio vin okkar og hann sagði frá innstu rótum hjarta síns: You go to Sicily! Og það munum við gera þann 7. júlí næstkomandi ;) Gljáinn

Tvær vikur og tveir dagar...

... í heilsuæataki! Ég tek fram heilsuátaki en ekki megrun enda tel ég mig ekki þurfa þess eins mikil pæja og ég nú er... ég verð að segja að það hefur komið mér virkilega á óvart hvað þetta er í rauninni auðvelt: ok - þetta heilsuátak mitt felur í sér að borða ekki nammi, kökur og gos. Ég er mikill nammigrís og sælkeri og er með þessu að koma í veg fyrir vanda sem gæti orðið síðar meir - þ.e. offita! - já ég var að segja hvað þetta er í raun auðvelt. Bara það að ég sé búin að taka þessa ákvörðun (ég gaf mér loforð um að engin sætindi myndu rata inn fyrir mínar varir út júní - ekkert að eilífu neitt...) gerir þetta bara frekar auðvelt - mér finnst eins og ég sé að svíkja sjálfa mig ef ég „dett íða“ ef svo má segja. Ég hef oftar en einusinni og oftar en tvisvar lagt að munni mér kex eða annað góðgæti en lagt það frá mér aftur og sagt: hvaða vitleysa! Stay strong sister! Og það verður auðveldara með degi hverjum. Það er nú líka þannig að sætindin hafa oft verið plástur á sárið ef mér líður e-ð illa eða er stressuð og ef sú staða kemur upp í dag þá hugsa ég bara að nammið sé bara plástur en ekki meðal - skiljiði - og hugsa bara um e-ð annað og púff! Löngunin er horfin! Ég vil bara segja við alla að þetta er ekkert mál - maður verður bara að setja sér markmið (ekkert óraunhæft) og standa svo við það. Ég þakka fyrir mig - góðar stundir.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Öskjuhlíðargaman...

Fór í Öskjuhlíðina í veðurblíðunni á sunnudaginn og varð vitni að hinu margrómaða Öskjuhlíðarkynlífi!!! Ég hef á tilfinningunni að það hafi ekki verið að ganga allt of vel því inn á milli stuna heyrði ég kvenmannsrödd segja: „Geturðu gert hann stærri...“. Hu humm manni... Var þetta ekki hressandi byrjunarpóst? GlowJo