laugardagur, júní 26, 2004

Að halda í dauða hluti

Hvað er þetta með hlutina manns? Ég var hjá ömmu minni í dag til að fara í gegnum hillur það sem ég var ekki enn búin að tæma almennilega síðan ég flutti að heiman. Svo ég fór gegnum þetta og sá að þetta var meira og minna dót sem mátti henda beint í ruslið, gamalt skóladót og ónýtt drasl. Ég held að þegar maður er krakki og unglingur á maður til að safna að sér alls konar drasli (sem maður er ekki búin að fatta að er drasl) kannski vegna þess að maður á ekki neitt (foreldrarnir eiga allt sem maður á) og finnst maður með þessu móti eiga eitthvað og þ.a.l. vera svolítið sják-lfstæður og fullorðinn. Ég fékk mikið af gjöfum þegar ég var barn og svo eru það öll afmælin og útskriftirnar svo ég tali nú um giftinguna og öll þau tilefni sem manni er gefið eitthvað; þannig að ég á annsi mikið af dóti. Svo ég víki nú aftur að henni ömmu þá var þarna dót sem ég vildi ekki taka með mér og sumt sem ég vissi ekki einusinni hvað var en hún gat ekki hugsað sér að henda því - ég hafi nú átt þetta einusinni og það minnti hana á e-ð. – ég hef verið og er enn að gera rassíu í dótinu mínu og ég fer reglulega í gegnum geymsluna og tíni út dót sem ég hendi eða gef eða e-ð en það sem situr eftir það bara situr eftir og svo þegar ég fer næst í gegnum geymsluna þá rekst ég á e-ð sem ég var búin að gleyma og segi: æ þetta!!! - svo set ég það aftur ofaní kassa og sé það aftur næst þegar ég tek til í geymslunni minni. Ég er mikið að hugsa um þetta og nú ætla ég að láta verða af því að losa mig við allt þetta dót sem ég á - jafnvel það sem ég bara get ekki losað mig við. Ég á bara eftir að ákveða hvernig.....

1 Comments:

Blogger GlowJo said...

Ég ætla sko bara að senda inn athugasemd á sjálfa mig því hér er ég, fjórum árum eftir að þetta er skrifað og ég hef náð tökum á þessum "geyma allt" fyrirbæri. Leyndarmálið er að flytja í íbúð þar sem engin geymsla fylgir með og það litla dót sem maður vill geyma, geymir maður bara hjá henni ömmu sinni sem tímir sko ekki að henda nokkrum sköpuðum hlut, ekki einusinni plaststykkinu sem fylgdi einusinni gömlun hitabrúsa. Hitabrúsinn er löngu týndur en plaststykkið er ennþá niðri í geymslu :)

2:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home