þriðjudagur, júní 15, 2004

Samgleði

Öfundsýki. Það er ekki góð tilfinning. Mæli ekki með henni. En stundum samgleðst maður - og ef það er gert af heilum hug þá er það góð tilfinning. Það er mikið að gerast í krinum litla gullfiskinn, mig, hjá fólki sem mér þykir vænt um og það veitir mér smá orku og mikla gleði. Til dæmis má nefna litla hægnammiborðarann tó sem fyrir utan það að syngja eins og engill var að vinna mikinn sigur í lögfræðikeppni!!! hægnammiborðari - ég er mjög stolt í hjartanu mínu! Svo eru það fyrrum gallerísamrekendur og góðar vinkonur sem eru að gera góða hluti og fæ ég alltaf auka boost þegar ég hitti þær! ísjakinn minn vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum og það gleður mig reglulega :* hann fær koss fyrir það. Svo má nottla ekki gleyma strumpnum sem veitir mér gleði og innblástur með því einu að vera til! og það að hann sé snillingur sem bræðir alla í kringum sig og vill helst fara heim með matargestunum og tilvonandi barnapíum er bara bónus :D - Toodles and have a lovely day!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

takk æðislega fyrir mig! Ofsa gott að borða og gaman að koma í heimsókn. Ekkert smá leim að fara svo barasta heim snemma...ég var svo þreytt að ég gleymdi því sem ég hafði keypt!

þú hefur sjálf ósjaldan iljað mér um hjartarætur og gert mig stolta, snillinn þinn!

3:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home