sunnudagur, júní 06, 2004

Hið ljúfa líf!

Já í dag var Mallorca veður á Fróni. Það var sko drifið sig (á góðri íslensku) niður í bæ á stuttermabol og ekkert farið í yfirhöfn allan tímann. Strumpurinn svaf alla leiðina í kerrunni sem gaf okkur hjúunum tíma til að spjalla um nýjustu framtíðarplönin. Já ég segi nýjustu því þau eiga það til að breytast dálítið ört. Fyrsta stoppið var í skífunni þar sem við heilsuðum upp á góða vinkonu, The Punskter. Næst var komið við á Vegamótum þar sem við skófluðum í okkur beyglu og bjór með hraði vegna óþolinmæði strumpsins. Svo löbbuðum við niðrá höfn með Strumpinn í bandi ( mæli með því ) þar sem við sáum meðal annars mann hoppa ofan í sjóinn til að klifra upp aftur og hoppa svo ofaní aftur!!! Skemmtileg vinna það! Svo var bara rölt á Ingólfstorg þar sem dansinn dunaði við mikla ánægju strumpsins en hann dansaði frá sér allt vit! Það er svo gott þegar dagurinn snýst bara um að njóta hans og hugsa um ekkert nema líðandi stund - vildi bara að það væri alltaf svoleiðis. Það er á svona sólardögum sem mig langar að pakka saman og flytja Ítalíu, Spánar eða Frakklands í rólegan sveitabæ - í nágrenni við vínekru og ólífulundi. Það er aldrei að vita nema við látum verða af því bara..... jæja - það er enn of mikil sól í mér að ég nenni að skrifa svo ég læt Þetta bara nægja. Gljáinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home