fimmtudagur, júní 03, 2004

Tvær vikur og tveir dagar...

... í heilsuæataki! Ég tek fram heilsuátaki en ekki megrun enda tel ég mig ekki þurfa þess eins mikil pæja og ég nú er... ég verð að segja að það hefur komið mér virkilega á óvart hvað þetta er í rauninni auðvelt: ok - þetta heilsuátak mitt felur í sér að borða ekki nammi, kökur og gos. Ég er mikill nammigrís og sælkeri og er með þessu að koma í veg fyrir vanda sem gæti orðið síðar meir - þ.e. offita! - já ég var að segja hvað þetta er í raun auðvelt. Bara það að ég sé búin að taka þessa ákvörðun (ég gaf mér loforð um að engin sætindi myndu rata inn fyrir mínar varir út júní - ekkert að eilífu neitt...) gerir þetta bara frekar auðvelt - mér finnst eins og ég sé að svíkja sjálfa mig ef ég „dett íða“ ef svo má segja. Ég hef oftar en einusinni og oftar en tvisvar lagt að munni mér kex eða annað góðgæti en lagt það frá mér aftur og sagt: hvaða vitleysa! Stay strong sister! Og það verður auðveldara með degi hverjum. Það er nú líka þannig að sætindin hafa oft verið plástur á sárið ef mér líður e-ð illa eða er stressuð og ef sú staða kemur upp í dag þá hugsa ég bara að nammið sé bara plástur en ekki meðal - skiljiði - og hugsa bara um e-ð annað og púff! Löngunin er horfin! Ég vil bara segja við alla að þetta er ekkert mál - maður verður bara að setja sér markmið (ekkert óraunhæft) og standa svo við það. Ég þakka fyrir mig - góðar stundir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

muuuuu
súkkulaði rúlar, fita, rjómi, slurp slurp
;)
bara dóg
þú ert rosa dugleg
kveðja kermit

4:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home