sunnudagur, júní 06, 2004

Innri harmónía...

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það er að ná innri harmóníu eins og gerist til dæmis í jóga eða með hugleiðslu og svona. Ég stundaði jóga á meðan ég var með strumpinn í maganum og ég get ekki sagt að ég hafi nokkurn tíma náð innri harmóníu hvað þá séð ljósið sem maður er alltaf að reyna að sjá - ég á svo svakalega erfitt með að einbeita mér nefnilega - allavega, ég fór í jóga í gærmorgun með Selspikinu (ég er með meira samt) og ég var alveg mjög ligeglad með þetta allt saman - ætlaði bara að mæta mér til hressingar og hreyfingar þar sem hreyfingu er mjög ábótavant í mínu lífi þessa stundina. Við byrjum á því að hverfa inn á við og anda - og ég er bara í makindum mínum að anda eins og ég átti að vera að gera - breiða faðminn út og loka honum svo aftur þegar ég sá hvernig ég dreifði ljósgeislunum út í hvert sinn sem ég breiddi út faðminn og hvernig ég safnaði ljósinu saman aftur þegar ég lokaði faðminum... þetta var magnað - einbeitingin eitthvað að aukast kannski? Svo í lok tímans leggjumst við niður í slökun og um leið og ég loka augunum og er að koma mér fyrir sé ég fyrir mér skóg - og ég finn hvernig ég ligg í nýföllnu laufi og finn sólargeislana snerta andlit mitt á milli þess sem laufin skyggja á það í golunni. Og það sem toppaði stundina var þegar jógakennarinn spreyjaði Lavender blönduðu vatni yfir andlitin á okkur. Pure heaven. Lifi lengi á þessu.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

selspik hnýs og hnjót og fussusvei!
þetta er bara smá froskahöld hehe
en já jóga er magnað helv....
kermit

4:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

selspik hnýs og hnjót og fussusvei!
þetta er bara smá froskahöld hehe
en já jóga er magnað helv....
kermit

4:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home