mánudagur, september 20, 2004

Jesús minn...

Hvað það er langt síðan ég hef blaðrað inn á þetta blogg mitt - það er bara búið að vera svo mikið að gera og ég hef ekki haft eina mínútu aflögu... ég get svarið það! Nenni eiginlega ekki að skrifa núna - reyndar get ég það varla vegna þreytu í handleggjum eftir flutninga með vinnunni um helgina!!! Næst verð ég með fréttir :)

miðvikudagur, september 01, 2004

Gamla góða???

Getur einhver sagt mér hvar ég get fengið gömlu, góðu skinku og osta samlokuna eins og maður fékk alltaf þegar maður var krakki??? Ég fór á ónefnt kaffihús í hádeginu og mig langaði hreinlega bara í gömlu, góðu skinku og ostasamlokuna og það var eitthvað á matseðlinum sem hét samloka með skinku og osti, þannig að ég tók bara áhættuna á þessu. Svo fékk ég herlegheitin og sá mér til mikillar skelfingar þetta fína, nýbakaða foccacia brauð með skinku, mozzarella, tómötum og salati, borið fram með salati og frönskum. Ég hélt að ég yrði ekki eldri! Mig sem langaði bara í sveitta fransbrauðssamloku með skinku og osti og þetta var bara alls ekki það!!! Ég rembdist nú samt við að borða þetta en óskaði með hverjum eðal bitanum að þetta væri gamla, góða, steikta báðumegin skinku og ostasamlokan mín!!!