mánudagur, janúar 31, 2005

Mánaðarmot

Það kannast nú flestir við blankheit um mánaðarmótin... Þetta hefur ekki beint verið mikið til vandræða hjá mér en það lítur út fyrir að Fiskibollurnar í dósinni, sem áttu að koma að góðum notum ef það kæmi styrjöld og allir myndu hamstra allt út úr búðunum, munu loksins líta dagsins ljós og máls síns maga og taubleyjurnar verði nýttar í sínum eiginlega tilgangi í kvöld!! Ég ætla bara rétt að vona að ég eigi plastpoka!!!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Hakkabuff...

Já þannig líður mér í dag! Jiiiiminneinisko - fór senst í sjúkraþjálfun áðan (þar sem ég er ekki nógu symmetrísk???) og hún þjösnaðist svo á mér tsjeddlingin að ég hef bara sjaldan lent í öðru eins!! - En haí haí.... hvernig líður þér í dag? (oh heyriði ekki pirrandi röddina...)

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Nu arið er liðið og gott betur en það!!!!

Jæja allir sem hér eru að lesa! Það er nú bara ótrúlegt hvað maður getur verið latur svona endrum og eins! Minni leiðist svo mikið í vinnunni að hún fer bara að blogga á ný - var að spá í að hætta með þetta bloggsbull en svo mundi ég að stundum hef ég skoðanir sem gott er að losna við hérna út á netið! Eins og til dæmis jóga - ég hef þá skoðun um að það sé hollt og gott að fara í jóga og ættu fleiri að gera það frekar en að púla á líkamsræktarstöðvum innan um svitalykt og stress! Þá kýs ég nú heldur Lavender-sítónu úðann hennar Auðar jógakennara og hennar fallegu og hughreystandi orð! Ég meina, hver vill heyra: JÁ OG KOMA SVO!!! SVONA - ENGAN AUMINGJASKAP - ÁÁÁÁÁÁFRAAAAAAAM!!!! undir drununum af DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF....... frekar en: Hugsaðu um hver þú ert núna - ef þú ert þreyttur, finndu þá bara hvar þreytan er og seigðu halló þreyta! Svo leggur maður sig alltaf í korter undir hlýju teppi með kodda, við ilm Lofnarblómsins og hljóm búddamunka í samhljóma ómi!!! - Ég verð að viðurkenna að þegar ég byrjaði í jóganu þá fannst mér tónlistin sem þar er spiluð alveg ofboðslega pirrandi og slökunin í lokin bara stressandi - en eftir því sem lengra leið og ég fann hvað það var gott að geta útilokað allar hugsanir og endurnært hugann þá finnst mér tónlistin alveg prýðileg - hreint guðleg á köflum - og stemmningin eitthvað sem ég vil ekki missa af þrisvar í viku!