fimmtudagur, júlí 29, 2004

Bíddu...

Er kominn vetur eða??? Nei bara...

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Mögnuð bók!!!

Hafið þið lesið Da Vinci lykilinn? Við hjónin erum að lesa hana saman (eða ég les upphátt) og ég verð að segja að ég hef ekki komist í magnaðri sögu á ævi minni!!! Mín gat varla sofnað af spenningi í gærkvöldi, en mín varð að hætta að lesa eftir að karlanginn datt inn í draumaland en ó mæ god! Ég held hreinlega að það sé ekki hægt að slá þessari sögu við EVVÖR!!! Næsta bók á listanum er Hundrað Ára Einsemd eða Hundred years of Solitude (sem Oprah mælir annars vegar með!!!) Já ég mæli sko með að fólk hendi sjónverpinu sínu í ruslið og fái sér góða bók - ég hefði bara ekki trúað því að það væri svona gaman að lesa!!! (segir sú sem las síðast rauðhettu og úlfinn eða álíka).

mánudagur, júlí 26, 2004

Í sól og sumaryl...

... var mér alveg ííís kalt og hrökklaðist aftur inn í úldna, pústlausa, táfílustinkandi bílinn minn! Það er eitthvað bogið við þetta. Það er 40 stiga hiti á Algarve, Portúgal!!! Ohhh... væri ég til í að sitja á veröndinni á sumarhúsinu mínu á ströndinni, allsber (aþþí það er enginn að horfa) með Mojito í annarri og Da Vinci lykilinn í hinni!!!

föstudagur, júlí 23, 2004

Óréttlátur dómur???

Það kannast kannski flestir við dómsmálið framan á DV hérna um daginn um konuna sem var dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir að stela fyrir 9000 kall í BABY SAM - ég verð nú bara að segja að það er alltílæ að refsa fyrir svona og allt það en réttir brotaaðilar í þessu máli eru kellingarnar í Baby Sam. Ég hef oft verslað þarna (og þá tek ég fram að það er í versluninni í Faxafeninu) og þær eru þær óliðlegustu búðakonur sem ég hef lent í!!! Ég kaupti þarna einusinni nokkra hvíta boli sem ég ætlaði að prenta á en komst svo að því að þeir voru ekki nógu góðir í það þannig að ég fór með bolina sem voru ósnertir og ætlaði að skila þeim. Ég lét þær fá vel sundurliðaða nótuna sem ég passaði mig nú á að týna ekki en það höfðu verið límmiðar á bolunum sem é hafði í fávisku minni tekið af (límmiði með teguns bols) og þess vegna gátu þær ekki takið bolina til baka! Þetta voru bolið fyrir 10.000 kall sem ég ætlaði þá að versla e-ð annað fyrir í staðinn. Það var ein ný sem ætlaði að leyfa mér að skipa bolunum og hún var að skrifa fyrir mig innleggs nótu en svo kom ein af GRYBBUNUM FULU og reif af henni nótuna og sagði að ég væri búin að taka af límmiðann og þá væru bolirnir ónothæfir fyrir þær!!! Þær eiga það hreinlega skilið að það sé stolið frá þeim!

Svona svon litli hundur...

Það kom maður inn á skrifstofi til mín um daginn sem ég nafngreini ekki - New York, New York söngvarinn (og ég er ekki að tala um Frank Sinatra því hann er látinn blessaður) - allavega, hann kom inn á stofu til mín og heilsaði mér því líkt kammó eins og við þekktumst e-ð (ok alltílæ að vera kammó og svona en það eru takmörk fyrir öllu). Svo kom hann labbandi til mín segjandi hvað ég væri nú dugleg og svo klappaði hann mér á hausinn!!!! Eins og ég væri hundur sem var ný búinn að sækja fyrir hann inniskóna (sem eru örugglega með úldna táfýlu!!!) - OJ OJ OJ svona menn ætti að setja í fangelsi!!!

Sting...

er svo 6í!!!

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Hortugheit barna í dag!

Hvað er þetta með börn í dag? Mér hefur fundist áberandi hvað krakkar í dag sýna fullorðnu fólki litla virðingu... Ég hitti nýverið tvær stelpur, 10 og 14 ára, sína í hvoru lagi, þær komu á vinnustaðinn minn og ég heilsaði þeim kurteislega eins og maður gerir. Hvorug þeirra heilsaði mér til baka og þessi eldri var bara með fýlusvip og það leit mest út fyrir að ég hefði verið að gera henni mikinn grikk. Hvering er þetta, segja foreldrar ekki lengur við börnin sín: „Svaraðu þegar það er talað við þig!“? - foreldrarnir í þessu tilviki gerðu það ekki heldur létu eins og ekkert væri. Mér finnst ég ekki vera orðin gömul kona en það var algengt áður fyrr að gamlar, tuðandi kour töluðu svona... ekki 26 ára gamlar skvísur eins og ég!! Mér finnst að við ungir foreldrar ættum svolítið að hugsa um hvernig kynslóð við erum að ala upp - Ég get svo svarið það að ég held að það hafi verið skárra þegar hýðingar voru viðurkennd uppeldisaðferð...

Komment við vinablossögu Tótalíusar

Talandi um þegar maður dæmir annað hvort fólk eða aðstæðurí sand og ösku án þess að hafa staðreyndir málsins á heinu... Þetta er saga um mann. Hann var að keyra á bílnum sínum uppí sveit þegar skyndilega það springur á einu dekkinu. Hann kippir sér nú ekki mikið upp við það heldur gerir sig líklegan til að sskipta um dekk og opnar skottið til að ná í tjakkinn. Honum til mikillar furðu var tjakkurinn ekki í skottinu. Sem betur fer þá var hann rétt í þessu búinn að keyra fram hjá bóndabæ einum og byrjaði að labba í átt til hans. Hann fór að hugsa með sjálfum sér (þar sem þetta var nú smá spölur) hvort bóndinn á bænum myndi ekki örugglega lána sér tjakk... Jú auðvitað myndi hann gera það. Hann hélt áfram göngunni. En hvað ef bóndinn skyldi ekki vilja lána honum tjakkinn... nei uss, hann lánar mér auðvitað tjakkinn, hugsar hann... eða hvað, kannski ekki, og þá er ég bara fastur uppí sveit, djö... nei það getur ekki annað verið en hann láni mér tjakkinn... hann labbar... anskotinn ef hann lánar mér ekki tjakkinn... djöfullinn... Svo kemur maðurinn loks að bænum og bankar á dyr. Þegar vinalegr bóndinn opnar dyrnar þá hreytir maðurinn út úr sér: ÞÚ GETUR SKO BARA TEKIÐ ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK OG STUNGIÐ HONUM UPP Í RASSGATIÐ Á ÞÉR!!!

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Æm drönk!

Gvuþ! Ég er fuddl í vinnunni!!! Eins og flestir vita þá var ég á Ítalíu og þar er drukkið rauðvín svona hist og her. Svo hittumst við spúsinn í hádeginu á Cultura (frábært kaffihús á hverfisgötu!!) og fengum okkur rosso af "gömlum" vana og þeir voru ekkert að spara það í glösin (það var allavega ekki franska aðferðin). Og hér sit ég, bullind fuddl að reyna að vinna og ekkert gengur!!!

Loksins loksins...

Jæja... þá er loks langþráðri utanlandsferð lokið! Það er svona súrsætt, súrt að vera farin úr landi matar, víns og menningar (tala nú ekki um góðs veðurs) en sætt að vera komin heim í faðm sonanna!!! Sá litli beið okkar foreldranna á flugvellinum og það var svo skrítið að hitta hann eftir svona langan tíma (2 vikur) - honum fannst nú skrítið að sjá mömmu sína svona brúna og sæta (híhí) og leitaði hann í skjól pabba síns sem var líkari sjálfum sér þó brúnn og sætur væri. Þetta tók einn og hálfan dag og nú er allt fallið í ljúfa löð. – Ítalíuferðin var viðburðarík og hér kemur stutt lýsing í stykkorðum: Leifstöð, seinkun, misst af tengiflugi, gist í Englandi í skítakulda, Genova, La Spezia, gönguferð, matarinnkaup, Tony og Valeria (ÆÐI HJÓN), borðað, sofið, skoðað, drukkið, Mílanó, Patricia og Nico, góóóð panini, Parma (FALLEG OG SKEMMTILEG), laugardagskvöldsstemmning sem er engu lík, Parmaskinka, La Spezia, Porto venere, ströndin og bátarnir, ríka fólkið, þröngar götur umluktar bleikum, gulum, grænum og brúnum húsum, pizza!, birra, rosso, buongiorno, Cinque Terre (BEAUTIFUL), Monterosso, risarækjur, hvítvín, ströndin, Monterosso, ströndin, bruni, Monterosso, ströndin, enn meiri bruni... úff, kveðjustund, sniff, næturlest, ROMA!!!, Roberto (gædinn okkar), hæðirnar sjö, rústirnar, Colosseo, St. Peter´s, Vatikanið, Markúsartorg, alls konar torg, ævafornt bókasafn (vá), kaffi dauðans!!!, fjölskylduboð í siestunni hjá Roberto, Bruno, Gesia, the pig, meira Róm... Ciampino flugvöllur, Stansted, London beibí, Drollan og verðirnir, túristar, Oxfordstreet (úff), Camden (ahhh), Stansted, Keflavík!!! That´s it folks!!! - Þá er bara að plana næstu ferð...

miðvikudagur, júlí 07, 2004

L'Italia! Qui vengo!

Infine il momento è venuto e sono giong in Italia... per guardare tutti gli italiani graziosi!!! og fyrir þá sem skilja ekki ítölsku þá er ég að fara til Ítalíu eftir fjóra tíma eða svo og ég sé ekki fram á að sofa neitt þar sem ég á eftir að lakka táneglurnar! Og ótrúlegt en satt þá pökkuðum við hjúin niður í eina tösku sem er á stærð við hálfa venjulega - BEAT THAT - ég er ennþá að jafna mig eftir þá snilld! - svo heyrði ég aðeins í litla strumpnum mínum áðan og hann var svo sætur og sagði bara mamma? mamma? mamma? og skildi ekkert í ástandinu.... krúttið mitt! Jæja - verð að lakka á mér táneglurnar núna - ARRIVADERCI!!!! Giovanna Fredda!

Sunnudagsmorgun...

... og sólin hún situr við borðið... ljúft!

Sunnudagsmorgun...

... og sólin hún situr við borðið... er einhver annar en ég sem finnst þetta lag vera fagurt?