miðvikudagur, júlí 21, 2004

Loksins loksins...

Jæja... þá er loks langþráðri utanlandsferð lokið! Það er svona súrsætt, súrt að vera farin úr landi matar, víns og menningar (tala nú ekki um góðs veðurs) en sætt að vera komin heim í faðm sonanna!!! Sá litli beið okkar foreldranna á flugvellinum og það var svo skrítið að hitta hann eftir svona langan tíma (2 vikur) - honum fannst nú skrítið að sjá mömmu sína svona brúna og sæta (híhí) og leitaði hann í skjól pabba síns sem var líkari sjálfum sér þó brúnn og sætur væri. Þetta tók einn og hálfan dag og nú er allt fallið í ljúfa löð. – Ítalíuferðin var viðburðarík og hér kemur stutt lýsing í stykkorðum: Leifstöð, seinkun, misst af tengiflugi, gist í Englandi í skítakulda, Genova, La Spezia, gönguferð, matarinnkaup, Tony og Valeria (ÆÐI HJÓN), borðað, sofið, skoðað, drukkið, Mílanó, Patricia og Nico, góóóð panini, Parma (FALLEG OG SKEMMTILEG), laugardagskvöldsstemmning sem er engu lík, Parmaskinka, La Spezia, Porto venere, ströndin og bátarnir, ríka fólkið, þröngar götur umluktar bleikum, gulum, grænum og brúnum húsum, pizza!, birra, rosso, buongiorno, Cinque Terre (BEAUTIFUL), Monterosso, risarækjur, hvítvín, ströndin, Monterosso, ströndin, bruni, Monterosso, ströndin, enn meiri bruni... úff, kveðjustund, sniff, næturlest, ROMA!!!, Roberto (gædinn okkar), hæðirnar sjö, rústirnar, Colosseo, St. Peter´s, Vatikanið, Markúsartorg, alls konar torg, ævafornt bókasafn (vá), kaffi dauðans!!!, fjölskylduboð í siestunni hjá Roberto, Bruno, Gesia, the pig, meira Róm... Ciampino flugvöllur, Stansted, London beibí, Drollan og verðirnir, túristar, Oxfordstreet (úff), Camden (ahhh), Stansted, Keflavík!!! That´s it folks!!! - Þá er bara að plana næstu ferð...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home