fimmtudagur, júlí 22, 2004

Komment við vinablossögu Tótalíusar

Talandi um þegar maður dæmir annað hvort fólk eða aðstæðurí sand og ösku án þess að hafa staðreyndir málsins á heinu... Þetta er saga um mann. Hann var að keyra á bílnum sínum uppí sveit þegar skyndilega það springur á einu dekkinu. Hann kippir sér nú ekki mikið upp við það heldur gerir sig líklegan til að sskipta um dekk og opnar skottið til að ná í tjakkinn. Honum til mikillar furðu var tjakkurinn ekki í skottinu. Sem betur fer þá var hann rétt í þessu búinn að keyra fram hjá bóndabæ einum og byrjaði að labba í átt til hans. Hann fór að hugsa með sjálfum sér (þar sem þetta var nú smá spölur) hvort bóndinn á bænum myndi ekki örugglega lána sér tjakk... Jú auðvitað myndi hann gera það. Hann hélt áfram göngunni. En hvað ef bóndinn skyldi ekki vilja lána honum tjakkinn... nei uss, hann lánar mér auðvitað tjakkinn, hugsar hann... eða hvað, kannski ekki, og þá er ég bara fastur uppí sveit, djö... nei það getur ekki annað verið en hann láni mér tjakkinn... hann labbar... anskotinn ef hann lánar mér ekki tjakkinn... djöfullinn... Svo kemur maðurinn loks að bænum og bankar á dyr. Þegar vinalegr bóndinn opnar dyrnar þá hreytir maðurinn út úr sér: ÞÚ GETUR SKO BARA TEKIÐ ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK OG STUNGIÐ HONUM UPP Í RASSGATIÐ Á ÞÉR!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

LOLOLOLOLOLOLOLOL! :D

3:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home