miðvikudagur, júlí 28, 2004

Mögnuð bók!!!

Hafið þið lesið Da Vinci lykilinn? Við hjónin erum að lesa hana saman (eða ég les upphátt) og ég verð að segja að ég hef ekki komist í magnaðri sögu á ævi minni!!! Mín gat varla sofnað af spenningi í gærkvöldi, en mín varð að hætta að lesa eftir að karlanginn datt inn í draumaland en ó mæ god! Ég held hreinlega að það sé ekki hægt að slá þessari sögu við EVVÖR!!! Næsta bók á listanum er Hundrað Ára Einsemd eða Hundred years of Solitude (sem Oprah mælir annars vegar með!!!) Já ég mæli sko með að fólk hendi sjónverpinu sínu í ruslið og fái sér góða bók - ég hefði bara ekki trúað því að það væri svona gaman að lesa!!! (segir sú sem las síðast rauðhettu og úlfinn eða álíka).

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er algjörlega ósammála með bókina, er ekki alveg að skilja fólk sem finnst hún vera svona rosalega frábær. Jú, því verður ekki neitað að kenningarnar og allar þær pælingar eru stórkostlegar, ekkert minna en lifechanging, eeennn... spennusagan sem keyrir bókina áfram er gjörsamlega lömuð. Klisjukenndar lýsingar og draga úr trúverðugleika bókarinnar. Höfundurinn er jú fræðimaður og frábær á því sviði, greinilega, en að þetta sé góð skáldsaga, please!! fyrstu 100 leiðinlegar, næstur 100 fínar, síðustu 100 slappar (aftur; fyrir utan kenningarnar)

3:44 e.h.  
Blogger GlowJo said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:50 f.h.  
Blogger GlowJo said...

Greyið þú!

11:04 f.h.  
Blogger GlowJo said...

ó já það get ég fullvisst þig um ;)

3:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ bara ég Ólöf hér

Ég er hálfnuð með hana og finnst hún geðveik........hérna eru að lesa upphátt fyrir kallinn????? vá en rómó...eða klikkað eða ...vá!!!!

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Biðst innilegrar afsökunar ef commentið hefur sært þig, hélt bara að comment væru bara comment, þess vegna hefðu bloggarar þau á síðunni sinni og stuðluðu þannig að umræðu. Skil ekki af hverju það gerir mig að greyi. En þú hefur rétt á þinni skoðun einsog aðrir.

11:13 e.h.  
Blogger Guðrún Birna said...

Hæ hæ Jóhanna Svala - flott blogg hjá þér! Keep up the good work!
Er einmitt að fara að byrja á þessari margumtöluðu bók og hlakka mikið til. Er að klára Einhvers konar ég - sem er mjög skemmtileg til upplestrar fyrir makann. (Man ó man er maður ekki orðinn svoldið old þegar maður er farin að lesa upphátt fyrir makann....? Æi það er bara gaman að því;-))
Bæjó. Guðrún Birna

9:48 f.h.  
Blogger GlowJo said...

Kæri ósammæalabloggari! Auðvitað meiga allir hafa sínar skoðanir og þú auðvitað líka - en í orðunum: "er ekki alveg að skilja fólk sem finnst hún vera svona rosalega frábær..." finnst mér felast ákveðinn alhæfing sem hefur neikvæðan tón. út úr svari þínu fannst mér ég lesa á milli línanna að fylgendur bókarinnar væru greinilega of þunnir í kollinum til að sjá hversu léleg hún er og illa skrifuð - það koma vissulega undarlegar klisjur inn á milli en það er bara húmor að mínu mati og læt ég það ekki spilla fyrir mér bókinni! Mér fannst bara greyið þú að geta ekki fílað þessa bráðskemmtilegu bók + það að ég er ekki búin með bókina og vill þar af leiðandi ekki láta eyðileggja hana fyrir mér. That´s all! :)

2:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home