fimmtudagur, júlí 22, 2004

Hortugheit barna í dag!

Hvað er þetta með börn í dag? Mér hefur fundist áberandi hvað krakkar í dag sýna fullorðnu fólki litla virðingu... Ég hitti nýverið tvær stelpur, 10 og 14 ára, sína í hvoru lagi, þær komu á vinnustaðinn minn og ég heilsaði þeim kurteislega eins og maður gerir. Hvorug þeirra heilsaði mér til baka og þessi eldri var bara með fýlusvip og það leit mest út fyrir að ég hefði verið að gera henni mikinn grikk. Hvering er þetta, segja foreldrar ekki lengur við börnin sín: „Svaraðu þegar það er talað við þig!“? - foreldrarnir í þessu tilviki gerðu það ekki heldur létu eins og ekkert væri. Mér finnst ég ekki vera orðin gömul kona en það var algengt áður fyrr að gamlar, tuðandi kour töluðu svona... ekki 26 ára gamlar skvísur eins og ég!! Mér finnst að við ungir foreldrar ættum svolítið að hugsa um hvernig kynslóð við erum að ala upp - Ég get svo svarið það að ég held að það hafi verið skárra þegar hýðingar voru viðurkennd uppeldisaðferð...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home