föstudagur, júlí 23, 2004

Óréttlátur dómur???

Það kannast kannski flestir við dómsmálið framan á DV hérna um daginn um konuna sem var dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir að stela fyrir 9000 kall í BABY SAM - ég verð nú bara að segja að það er alltílæ að refsa fyrir svona og allt það en réttir brotaaðilar í þessu máli eru kellingarnar í Baby Sam. Ég hef oft verslað þarna (og þá tek ég fram að það er í versluninni í Faxafeninu) og þær eru þær óliðlegustu búðakonur sem ég hef lent í!!! Ég kaupti þarna einusinni nokkra hvíta boli sem ég ætlaði að prenta á en komst svo að því að þeir voru ekki nógu góðir í það þannig að ég fór með bolina sem voru ósnertir og ætlaði að skila þeim. Ég lét þær fá vel sundurliðaða nótuna sem ég passaði mig nú á að týna ekki en það höfðu verið límmiðar á bolunum sem é hafði í fávisku minni tekið af (límmiði með teguns bols) og þess vegna gátu þær ekki takið bolina til baka! Þetta voru bolið fyrir 10.000 kall sem ég ætlaði þá að versla e-ð annað fyrir í staðinn. Það var ein ný sem ætlaði að leyfa mér að skipa bolunum og hún var að skrifa fyrir mig innleggs nótu en svo kom ein af GRYBBUNUM FULU og reif af henni nótuna og sagði að ég væri búin að taka af límmiðann og þá væru bolirnir ónothæfir fyrir þær!!! Þær eiga það hreinlega skilið að það sé stolið frá þeim!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home