fimmtudagur, október 30, 2008

Hugleiðingar á krepputímum

Djöfulsins kreppa. Ég var að spá í að skrifa hérna einhver háfleyg og falleg orð í algeru tilgangsleysi til að vera rosalega artí fartí og hipp og kúl en djöfullinn: ég er bara of af-pissuð til að geta það hreinlega (var að fá leiðinlegar kreppufréttir). Mig langar bara að blóta og geri það hér með (ATH: Ábyrgir foreldrar vindamlegast haldið fyrir augun á börnunum ykkar, séu þau að lesa þetta): ANDSKOTANS DJÖFULSINS FJANDANS FJÁRANS HELVÍTIS ANSVÍTANS KÚKALABBA DRULLUFOKKINGS KREPPUFJANDI!!! Og hvað eigum við að gera þegar við erum öll orðin atvinnulaus? SEGÐU MÉR ÞAÐ KÆRI DAVÍÐ??? Þú sem ert dírkaður og dáður af grunlausu gömlu fólki sem fylgir sjálfstæðisflokkinum BARA af því að foreldrar þeirra gerðu það á sínum tíma í blindri trú. Fjandinn hafi alla stjórnmála menn bara. Nema Jóhönnu Sigurðardóttir nöfnu mína sem er bara helvíti fín kelling með rauða munninn sinn fyrir neðan nefið sitt. Eina manneskjan með viti í íslenskum stjórnmálum í dag. Æ fokk it, nenni þessu ekki.... ég ætla að fá mér bjór!

laugardagur, janúar 06, 2007

Alkoholistagenið!

jæja fóks! Í dag braust alkóhólistagenið út! Í dag er þrettándinn og alls staðar verið að sprengja hið steikta, liðna ár í burtu! Synir mínir fundu það víst eitthvað á sér og ákváðu að reyna að sporna við þeirr staðreynd með eindæma uppátækjum og látum sem gera foreldrana ekki gráhærða – gott betur en það: Við erum orðin sköllótt!! Ég sá að ísmaðurinn var orðinn svo "nett" pirraður að ég ákvað að senda hann bara inn í rúm að hvíla sig því það er ekkert verra í heiminum er "nett" pirraður ísmaður. Hann fór samkvæmt skipur og þá hófst strategían: Jesús minn almáttugur gefðu mér kraft til að takast á við þetta geðsjúka ástand sem synir mínir hafa ákveðið að koma sér og mér í! – Ég þurfti ekkli að bíða lengi eftir svari: Glóa mín, fáðu þér einn bjór eða tvo. Og það gerði ég! Ég skellti í mig einum bjór á meðan ég læsti börnin mín inni í heiberginu sínu undir þeirri blekkingu að þeir væru lokaðir inni á eyðieyju og það væru hugsanlega sjóræningjar á leiðinni að bjarga þeim. Það gekk eins og í sögu og mín fékk sinn frið til að fá sér einn bjór. On nú þar sem komið var að kvöldmatartíma og þrettándinn og allt það þá ákvað mín að búa til forrétt handa minni og ísmanninum sem var búinn að ákveða að elda confit handa skötuhjúunum að lokinni svæfingu! Jú jú - mín skellti í döðlur, fylltar með geitaosti, umvafðar í prosciutto di parma skinku!!! ég meina ––– halelúja, gerist það mikið betra??? Allavega, þegar ég var búin með bjórinn og miðað við skarkalann inni í herbegi þá ákvað ég að kíkja inn á þá og viti menn! Þeir voru búnir að breyta í herbeginu sínu!!! Snúa við öllum húsgögnunum! Og þið getið rétt svo ímyndað ykkur að mamman sem er innanhúsarkitekt að ómennt varð alveg himinlifandi með þetta uppátæki (en eingöngu vegna tilstilli bjórsins ;) og ákvað því að gefa þeim algert frjálsræði á hinni skipsbrotnu eyðieyju. Og læsti á eftir sér. Og þar sem þetta hafði gengið svo vel þá ákvað mín að fá sér bara annann! Og í allri gleðivímunni sem hann gaf fór mín bara hamförum í eldhúsinu og skar niður afgangs hangikjet eftir hátíðarnar í nákvæmlega 0.7x0.7 cm metra stóra bita, til að dýfa síðan í majones og sinnep – slotts sinnep NOTA BENE!! Og svo var drengjunum boðið að koma út úr harplæstu herbeginu og þeir búnir að ganga svona gallega frá! Þetta var tilefni fyrir nokkur tár. Svo ákváðum við að hafa það gaman saman og jú - vegna bakkusar þá var minni nú nett sama þegar eldri drengurinn kom með innisprengjur sem hann hafði fundið í poka og var svo spenntur yfir því að fá að prufa þær! Og þar sem mín var búin að leggja svo fínt á borð þá var ákveðið að fullkomna verkið með nokkrum kampavínsflöskusprenjum. Fyrirgefið - en kampavínsflöskusprengjur eru uppáhalds sprengjurnar mínar. Þær eru jafnframt gleðigjafar sem og auka jólatréskraut! FULLKOMIÐ!!! Nema fyrir ömmur! Svo var dansað á nærbuxunum og geispað á bleijuni og þá var kominn tími að leggja í langferð í draumalandið fyrir syninga ungu. Og í miðri tannburstun vaknaði pabbinn og tók við svo mamman gæti fengið sér einn bjórinn enn – án þess að hafa samviskubit :) Og núna bíður mín confit á teini með appelsínuragú og myntukartöflum :D Gæti lífið verið betra? Takk Bakkus – takk fyrir að gefa mér innsýn inn í hin mikilvægu gildi lífslins: ÆÐRULEYSI! Æðruleysi er ein helsta dyggðin sem maður getur tileinkað sér þegar maður á börn. Jú og alkóhólið kemur líka sterkt inn.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Skinka og ostur...

Ég var að rifja upp bloggið og verð bara að koma með svar við spurningunni sem var varpað upp þann 01. september árið 2004: Hvar er gamla, góða skinku og ostasamlokan??? Svarið fann ég ekki fyrir svo alls löngu.... á Lækjarbrekku!!! Steikt báðu megin upp úr smjöri, borin fram með frönskum og líklega bæjarin bestu kokteilsósu!

föstudagur, október 20, 2006

einn tveir - einn tveir - aha - o ja!

DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF DÚFF... DURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURURU! HA HVAÐ SAGÐIRU??? Það er sem sagt verið að æfa fyrir Airwaves hérna í húsinu! Síðustu tvo tímana er búið að vera bassatrommuæfing!!! og núna er eitthvað Rokkband að reyna að leggja lokahöndina á niðurrifin á Faxaskálanum!! ÉG HELD AÐ ÞEIM TAAAAAKIST ÞAAAAÐ!!!!!

omg...

... ég þarf svo að prumpa! Ætli svitalyktin af sessunauti mínum nái að yfirgnæfa prumpið af ég sleppi því lausu? Ok, here it goes!!!

miðvikudagur, október 11, 2006

Um niuleytið.

Morguninn byrjaði á skuttlinu í leikskólann, það gekk vel (sá litli vældi ekkert heldur var afskaplega einbeittur að bíða eftir hafragraut með Cheeriosi út á!). Svo kom ég við í 10-11 Austurstræti til að ná mér í nýbakað Croissant (himinn!!). Svo hófst hið mikla bílastæðakapphlaup! Við stefndum upp Ægisgötuna í átt að Vesturgötunni (þar sem er yfirleitt hægt að ná sér í ókeypis stæði) og sáum hvar þar kemur bíll á móti okkur sem gerir sig líklegan til að beygja inn Vesturgötuna. Þá var sko ýtt á bensínið og svínað og viti menn! Við fengum besta stæðið í götunni!! Survival of the fittest upp á sitt besta ;)

þriðjudagur, október 10, 2006

Föt!

Ég hata þig www.anthropology.com !!!!!!!

Hef eg eitthvað að segja?

Mmm... nei eiginlega ekki! En ég er komin aftur... kannski!

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

íslensku tonlistarverðlaunin

Sorrý en ég get ekki skrifað ó og stundum ekki í í fyrirsögnina... það er eitthvað tengt þessari japönskuvitleysu held ég... ALLAVEGA - ég var að horfa á íslensku tónlistarverðlaunin í gær og hafði bara gaman að! Verð að viðurkenna að ég varð doldið svekkt að sjá kynnana og hugsaði bara ó mæ gad, ÞAU!!! En svo voru þau alveg ágæt - það var mjög mikill aulahúmor í gangi og þegar Gísli Marteinn dró fram hann Mörð til að vitna í íslensku orðabókina!!! Nú segja ábyggilega allir: Ertekkjað grííínast!!! - o nei ég er ekki að grínast en ég varð hins vegar að segja: Ertekkjað grííínast!!! þegar verðlaun fyrir bestu rokkplötu ársins - fyrirgefðu halló!!! Síðan hvenær getur reggí talist til rokks?!?!?!!? já eða rapp? Ouarashi var tilnefnd sem besa ROKK platan... æ ég veit það ekki - berið saman Brain Police og Hjálma og segið mér hvor þeirra spilar rokk! Úff, ég er ekki mikill rokkari kannski en ég held að ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að HJÁLMAR eru ekki rokkhljómsveit bara fyrirgefið sko!!! Tónlistin er kannski alveg alltílæ en þetta eru eiginlega bara vonabí rastafa-sveitanördar í lopapeysum og söngvarinn jarmar eins og níræð kind á leið til slátrunar!!! Bakkabræður væri meira viðeigandi nafn að mínu mati á hljómsveitina. En nóg af dissi á þessa ágætu drengi - þeir eru ekki rokk og hana nú! En annars var ég alveg sátt við hinar veitingarnar og var Mugison í mínu uppáhaldi! Hlakka til að heyra meira frá honum!

Votts ðe þing viþþ ðe djapanis???

Þetta er mjög skrítið, þegar ég fer til að logga mig á þá er bara allt á japönsku í browsernum mínum??? skil það ekki alveg... ef einhver getur varpað ljósi á þetta þá væri mjög gaman að vita það :)