jæja fóks! Í dag braust alkóhólistagenið út!
Í dag er þrettándinn og alls staðar verið að sprengja hið steikta, liðna ár í burtu! Synir mínir fundu það víst eitthvað á sér og ákváðu að reyna að sporna við þeirr staðreynd með eindæma uppátækjum og látum sem gera foreldrana ekki gráhærða – gott betur en það: Við erum orðin sköllótt!! Ég sá að ísmaðurinn var orðinn svo "nett" pirraður að ég ákvað að senda hann bara inn í rúm að hvíla sig því það er ekkert verra í heiminum er "nett" pirraður ísmaður. Hann fór samkvæmt skipur og þá hófst strategían: Jesús minn almáttugur gefðu mér kraft til að takast á við þetta geðsjúka ástand sem synir mínir hafa ákveðið að koma sér og mér í! – Ég þurfti ekkli að bíða lengi eftir svari: Glóa mín, fáðu þér einn bjór eða tvo. Og það gerði ég! Ég skellti í mig einum bjór á meðan ég læsti börnin mín inni í heiberginu sínu undir þeirri blekkingu að þeir væru lokaðir inni á eyðieyju og það væru hugsanlega sjóræningjar á leiðinni að bjarga þeim. Það gekk eins og í sögu og mín fékk sinn frið til að fá sér einn bjór. On nú þar sem komið var að kvöldmatartíma og þrettándinn og allt það þá ákvað mín að búa til forrétt handa minni og ísmanninum sem var búinn að ákveða að elda confit handa skötuhjúunum að lokinni svæfingu! Jú jú - mín skellti í döðlur, fylltar með geitaosti, umvafðar í prosciutto di parma skinku!!! ég meina ––– halelúja, gerist það mikið betra???
Allavega, þegar ég var búin með bjórinn og miðað við skarkalann inni í herbegi þá ákvað ég að kíkja inn á þá og viti menn! Þeir voru búnir að breyta í herbeginu sínu!!! Snúa við öllum húsgögnunum! Og þið getið rétt svo ímyndað ykkur að mamman sem er innanhúsarkitekt að ómennt varð alveg himinlifandi með þetta uppátæki (en eingöngu vegna tilstilli bjórsins ;) og ákvað því að gefa þeim algert frjálsræði á hinni skipsbrotnu eyðieyju. Og læsti á eftir sér. Og þar sem þetta hafði gengið svo vel þá ákvað mín að fá sér bara annann! Og í allri gleðivímunni sem hann gaf fór mín bara hamförum í eldhúsinu og skar niður afgangs hangikjet eftir hátíðarnar í nákvæmlega 0.7x0.7 cm metra stóra bita, til að dýfa síðan í majones og sinnep – slotts sinnep NOTA BENE!! Og svo var drengjunum boðið að koma út úr harplæstu herbeginu og þeir búnir að ganga svona gallega frá! Þetta var tilefni fyrir nokkur tár. Svo ákváðum við að hafa það gaman saman og jú - vegna bakkusar þá var minni nú nett sama þegar eldri drengurinn kom með innisprengjur sem hann hafði fundið í poka og var svo spenntur yfir því að fá að prufa þær! Og þar sem mín var búin að leggja svo fínt á borð þá var ákveðið að fullkomna verkið með nokkrum kampavínsflöskusprenjum. Fyrirgefið - en kampavínsflöskusprengjur eru uppáhalds sprengjurnar mínar. Þær eru jafnframt gleðigjafar sem og auka jólatréskraut! FULLKOMIÐ!!! Nema fyrir ömmur!
Svo var dansað á nærbuxunum og geispað á bleijuni og þá var kominn tími að leggja í langferð í draumalandið fyrir syninga ungu. Og í miðri tannburstun vaknaði pabbinn og tók við svo mamman gæti fengið sér einn bjórinn enn – án þess að hafa samviskubit :)
Og núna bíður mín confit á teini með appelsínuragú og myntukartöflum :D
Gæti lífið verið betra? Takk Bakkus – takk fyrir að gefa mér innsýn inn í hin mikilvægu gildi lífslins: ÆÐRULEYSI! Æðruleysi er ein helsta dyggðin sem maður getur tileinkað sér þegar maður á börn. Jú og alkóhólið kemur líka sterkt inn.