miðvikudagur, október 11, 2006

Um niuleytið.

Morguninn byrjaði á skuttlinu í leikskólann, það gekk vel (sá litli vældi ekkert heldur var afskaplega einbeittur að bíða eftir hafragraut með Cheeriosi út á!). Svo kom ég við í 10-11 Austurstræti til að ná mér í nýbakað Croissant (himinn!!). Svo hófst hið mikla bílastæðakapphlaup! Við stefndum upp Ægisgötuna í átt að Vesturgötunni (þar sem er yfirleitt hægt að ná sér í ókeypis stæði) og sáum hvar þar kemur bíll á móti okkur sem gerir sig líklegan til að beygja inn Vesturgötuna. Þá var sko ýtt á bensínið og svínað og viti menn! Við fengum besta stæðið í götunni!! Survival of the fittest upp á sitt besta ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home